Planið er einfalt, þegar allir eru fundnir verða valin ca 10 lög sem allir eru sammála um og svo verða 2-3 óskalög á hvern og einn þannig að lengd lagalistans gæti verið um 20-25 lög.
Nauðsynlegt er að menn hafi einhverja reynslu af spilamennsku og ekki er verra ef viðkomandi hefur sínar eigin græjur.
Aldurstakmarkið er 20 því að planið er að spila á tónleikum þegar fram líða stundir(vitneskja er fyrir því að svona hljómsveitar er beðið með mikilli eftirvæntingu) bæði hérna í Rvík og jafnvel að fara með giggið út á land ef vel tekst upp í bænum.
Áhugasamir geta haft samband hérna á huga.
Þeir sem vilja bara drulla yfir þessa hugmynd mega gera það því að það sýnir þroskastigið hjá viðkomandi aðila/aðilum…
Bætt við 30. júní 2009 - 03:17
Ég verð að taka það fram að þar sem þetta er ennþá bara hugmynd að þá hefur ekkert verið ákveðið með td æfingarhúsnæði, lagalista eða hvort það verða 2-3 gítarleikarar.
Eins og kannski gefur að skilja að þá er þetta nokkuð háleitt markmið að koma þessu saman og sér í lagi ef að gengur vel að fara út á land til þyrstra metalhausa á landsbyggðinni.
Aðal atriðið er að menn hafi áhuga, tíma og viljann til að skila þessu vel frá sér og ekki síst að hafa þetta nógu skemmtilegt til að menn nenni að standa í þessu til lengri tíma.
BC Rich NT Virgin, BC Rich NJ Deluxe Warlock5, BC Rich Warlock NJ Series(1986-'88), BC Rich ASM Pro Neck-thru, Jackson Kelly KBX