Dark symphonic metal with Oliver Palotai (Kamelot), Henning Basse (Metalium) and guest vocalist Simone Simons (Epica)!Það er alltaf gaman að uppgötva nýjar hljómsveitir til að hlusta á, og með svona mannskap innanborðs gat það ekki annað en verið þess virði að tékka á þeim á YouTube. Eftir nokkrar hlustanir á þessi fáu lög sem ég fann þar, og nokkur í viðbót á MySpace'inu þeirra komst ég að niðurstöðu: Sons of Seasons eru kannski ekki besta metalsveit ever, en þessi plata er ansi impressive debut engu að síður. Ákvað að deila með ykkur nokkrum tóndæmum, aðdáendur Kamelot, Symphony X, Sonata Arctica og svipaðra sveita ættu að fíla þetta.
Titillag plötunnar, Gods of Vermin:
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=hPGrI3BikkU
Fallen Family, uppáhalds lag mitt af plötunni, Simone syngur hér:
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=GvalRq8q_fM
…og að lokum ballaðan Wintersmith, einnig með Simone:
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=TFWnrkKVTg8
Fleiri lög má heyra hér, mæli með Belial's Tower. Því miður vantar Fall of Byzanz, sem er annað frábært lag.
Peace through love, understanding and superior firepower.