Já folkens, það er ofursjaldan sem plötur fara svo langt fram úr væntingum manns að maður situr orðlaus eftir upplifunina.

Skyforger er níunda stóra plata sveitarinnar og þriðja platan sem snillingurinn Tomi Joutsen syngur á og svei mér þá ef þessi maður er ekki búinn að syngja sig upp í hæstu hæðir hjá mér og er þar meðal snillinga eins og Chris Cornell, Kory Clarke, Tom Araya, Ross Dolan og Jens Rydén.

Fyrsta smáskífa plötunnar heitir Silver Bride og var víddjóið af henni gefið út í síðustu viku. Frábært lag og enn flottara víddjó.

Silver Bride
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=8qjiWb1O_L4

Síðan hafa lög verið að birtast á YouTube í so-so gæðum, en strax og ég heyrði lagið Sky Is Mine þá stukku væntingar mínar fyrir plötuna í hæstu hæðir, enda lagið æðislegt.

Sky Is Mine
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=KnqB7HzvPmQ

Platan lak á netið seinni partinn í dag og eins og ég sagði, fór svo langt fram úr mínum væntingum að ég sit hér orðlaus yfir þessu meistaraverki. Fyrsta lag plötunnar, Sampo, held ég að sé hreinlega flottasta lag Amorphis frá upphafi og það setti mig svo kyrfilega út af laginu að ég vissi ekki hvert ég ætlaði.

Sampo
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=7wRUMjy8p_M

Á eftir því koma svo hvert stórfenglega lagið á fætur öðru og það er ekki einn einasti veikur punktur á plötunni. Ég ætla að ganga svo langt að segja þetta afar sterkan kandídat í plötu ársins og eins hallast ég kyrfilega að því að hér sé á ferðinni besta plata Amorphis frá stofnun sveitarinnar.

Bætt við 21. maí 2009 - 12:47
Hápunktar: Allt.

Joutsen fer gersamlega á kostum í lögum eins og Sampo, Majestic Beast og í einu rólegasta lagi Amorphis frá upphafi, My Sun, þá rekur hann smiðshöggið á sitt performans með hreint unaðslegum söng.

Allur hljóðfæraleikur er stellar, hver ofurkaflinn ofan á annan og sérlega eru gítarsóló plötunnar vönduð og hrikalega vel spiluð. Sándið er damn near perfect og að heyra urrið í bassanum í My Sun er beyond töffaraskapur í svona rólegu lagi.

Mér finnst þetta vera þyngri plata en Silent Waters í heildina, svipar meira til Eclipse hvað það varðar, en lagasmíðarnar eru bara margfalt betri. Sveitin hefði ekki getað gert betur, það er bara ómögulegt.

By the by….það verða aukalög á limited útgáfunum:

Also available as a special digipak edition featuring a bonus track:
11. Godlike Machine (05:18)

Bonus tracks for Japan:
11. Godlike Machine (05:18)
12. Separated (04:17)

Ég verslaði Silver Bride smáskífuna út af Seperated sem var sannarlega þess virði, því líkt og með Stone Woman aukalaginu á Eclipse, þá er þetta lag meðal þeirra bestu af Skyforger. Hreint ofboðslegt lag!