Ef þú mættir velja eina hljómsveit að eigin vali til að fá að sjá á tónleikum, hvað myndirðu velja? Ekkert svona “búhú, ég get ekki valið svo ég ætla að telja upp sautján hljómsveitir” væl. Bara ein á mann. Hljómsveitir sem eru ekki lengur starfandi eða “meðan X var ennþá meðlimur” ógildar. Einhver hljómsveit sem gæti haldið tónleika í sumar.
Mér duttu nokkur nöfn í hug sjálfum. Mig er geðveikt lengi búið að langa að sjá Moonspell live. Ég held líka að Tiamat séu awesome á tónleikum. Amorphis koma líka sterklega til greina. En ef ég ætti að velja eina, þá er það klárlega Therion.
Hvað með ykkur?
Bætt við 17. maí 2009 - 19:46
Af því að sumir virðast hafa ranghugmyndir um það, þá er best að taka það fram fyrir þá sem munu hugsanlega svara í framtíðinni: Þessi þráður er á /metall og því eru hljómsveitir sem flokkast ekki sem þungarokk ógildar. Mér er alveg sama þó þig langi að sjá Muse, Britney, 50 cent eða Linkin Park á tónleikum. Ef þig langar endilega að tjá löngun þína til þess þá skaltu stofna þinn eigin þráð á viðeigandi tónlistaráhugamáli.
Peace through love, understanding and superior firepower.