Arnar Eggert er búinn að vera viðriðinn hina íslensku dauðarokkssenu frá upphafi þó svo hann hafi ekki sjálfur spilað í slíku bandi. Hann spilaði með Maunir í gamla daga sem spilaði oft með okkar sveitum og þekkir því senuna vel. Hann var líka einn dómara í Wacken Metal Battle og hélt nú um daginn “Show and Tell” hitting í Nýlistasafninu um íslenska dauðarokkið þar sem meðlimir margra hljómsveitanna sem voru hvað aktívastar í upphafi hittust og ræddu málin.
Það er mikill eðall að hafa svona mann í starfi hjá fjölmiðlum, því frá upphafi hefur þessi litla, en afar mikilvæga sena, alltaf verið litið hornauga og sniðgengin af þeim.