Pottó ragebait, en góð vísa er aldrei of oft kveðin. <3
BÁBILJA:
HASSREYKINGAR LAMA MINNI OG HUGSUN. Undir áhrifum kannabis getur fólk hvorki hugsað rökrétt né notað dómgreind sína. Langvarandi neysla kannabisefna kemur áþreifanlega niður á heilastarfsemi, s.s. skynjun, hugsun og minni.
STAÐREYND:
Kannabis veldur skyndilegum og tímabundnum breytingum á starfsemi hugans. Nýminni eða skammtímaminni er sá þáttur hugarstarfsins sem kannabis hefur skýrust áhrif á. Rannsóknir hafa leitt í ljós að maður í kannabisvímu á ekki í neinum erfiðleikum með að rifja upp hluti sem hann hefur áður lært.1 Hann á hins vegar erfiðara með að læra og muna atriði sem hann reynir að tileinka sér undir áhrifum.2 Þessi truflun á nýminni er þó tímabundin og varir aðeins meðan á vímunni stendur.3 Engar skýrar vísindaniðurstöður hafa komið fram á undanförnum þrjátíu árum um að kannabisneysla valdi minnistapi eða skerði aðra vitræna starfsemi mannsins til frambúðar, ekki einu sinni mikil og langvarandi neysla.4
og
BÁBILJA:
KANNABIS DREPUR HEILAFRUMUR. Við langtíma neyslu verða varanlegar breytingar á samsetningu og starfsemi heilans sem valda persónuleikabreytingum, minnistapi, kæruleysi og skertri starfsgetu.
STAÐREYND:
Ekkert þeirra læknisfræðilegu prófa sem notaðar eru nú á dögum til að greina heilaskemmdir í mönnum hefur leitt í ljós skaðsemi af völdum kannabisneyslu1, jafnvel ekki eftir langtíma neyslu í stórum skömmtum.2 Ein rannsókn sem gerð var á áttunda áratugnum af dr. Robert Heath benti til heilaskemmda í rhesusöpum sem voru látnir anda að sér maríúanareyk á hverjum degi í sex mánuði.3 Aðferðafræði rannsóknarinnar var þó ekki birt og fékkst ekki birt þrátt fyrir að ítrekað var farið fram á það við rannsóknaraðila og alríkisstjórnina sem fjármagnaði rannsóknina. Eftir sex ára málaferli við stjórnvöld fengu rannsóknarblaðamenn loksins aðgang að frumgögnum rannsóknarinnar, þar á meðal greinargerð um hvaða aðferðafræði var beitt. Nánari athugun leiddi þá í ljós að rekja mátti viðkomandi heilaskemmdir til koltvísýringseitrunar. Aparnir í rannsókninni voru ólaðir niður og í þá dælt reyk sem samsvarar 63 maríúanavindlingum á fimm mínútum í gegnum lokaðar grímur sem spenntar voru á höfuð þeirra. Sumir apanna köfnuðu bókstaflega af súrefnisskorti!4 Dr. Heath ,,láðist“ að skýra frá koltvísýringseitruninni þegar hann birti niðurstöður sínar og annmarkar rannsóknarinnar hindruðu Ronald Reagan, þáverandi fylkisstjóra í Kaliforníu, ekki í að kalla hana ,,ábyggilegustu vísindarannsókn sem sögur fara af sem sýni fram á óhjákvæmilegan heilaskaða af völdum maríúananeyslu.”5 Í annarri nýrri og betur framkvæmdri tilraun fundu vísindamenn engin merki um heilaskemmdir í öpum sem önduðu að sér reyk sem samsvarar fjórum til fimm kannabisvindlingum á dag, á hverjum degi, í eitt ár.6 Fullyrðingin um að kannabis drepi heilafrumur er byggð á aldarfjórðungs gömlum hræðsluáróðri sem aldrei hefur verið studdur vísindalegum rökum. Þrátt fyrir það má lesa um í fréttabréfum frá National Institute of Drug Abuse (NIDA) og í skýrslum Bandaríkjastjórnar að ,,maríúana drepi heilafrumur."7
http://www.sigurfreyr.com/babiljur-um-kannabisneyslu.html