En ég er stelpa, og á ekki marga “metal” vini. Og það finnst öllum ég vera svo ASLANEG þegar ég vil hlusta á eitthvað, segja bara “ég fæ hausverk oj” og “farðu að skera þig emo”, “settu á TÓNLIST, slökktu á þessu” rrrr
Kærastinn minn er nú það mikil veimiltíta að ég má ekki setja gamla Korn á fóninn, sem ég lifði fyrir í gamla daga, þessvegna gaman að hlusta á þá til að upplifa minningar. Hann fýlar bara pál óskar og er með tónlistarvit á við grænmeti. Hann sagði tildæmis um daginn hata eitt lag, svo byrjaði hann alltíeinu að fíla það og ég bara… wtf? og þá var ástæðan sú að hann fattaði alltí einu hver sönkonan var, og hann elskaði hana, þá varð lagið gott…
En anyways komin út fyrir umræðu efnið.
eini staðurinn sem ég get notið tónlistarinnar sem ég vil hlusta á, er í bílnum mínum. Ohh ég elska bílinn minn <3, en anyways, þá fæ ég alltaf undarleg lúkk frá fólkinu sem stoppar við hliðiná mér á rauðuljósi eða eitthvað. Og þið sem hlustið á metal fattið að það er ekkert gaman að hlusta á það á lægstu stillingu.
Ég lít enganveginn út eins og metalhaus, meira eins og þessar tekknó típur, og ég var að pæla hvort það væri ástæðan fyrir þessum bévítans fordómum. Mér finnst þetta ekki gaman!
Upplifið þið eitthvað svona?
Og sry ef ég setti þetta í vitlausann kork, gleymdi að kíkja hvar ég var að setja þetta áðan haha og nenni ekki að kíkja núna :$
Nenniru að horfá mig þegar ég tala við þig =C