Hehe gaman af því, trommurnar, veit ekki enda er ég að setja þetta inn fyrir..einmitt söngvarann í Darknote, sem er í þessu bandi ásamt tveimur öðrum Dimmnætingum.
Ég verð að segja að mér finnst þú vera alltaf með frekar leiðinleg svör þegar kemur að hljómsveitum!! Ert þú í einhverju bandi sem er alveg búinn að sigra heiminn…bara spyr? Það sem mér finnst asnalegast af öllu er þegar einhver gaur lætur eitthvað svona út úr sér!!Í staðin fyrir að segja kannski bara ;ekki minn kafiibolli eða þess háttar; En það er bara mitt álit….
til hvers i andskotanum þarftu rök? myndi þér líða eitthvað betur fyrir vikið? honum finnst þetta vera drasl, mér finnst það líka. þarft engin helvítis rök fyrir því. fólk er með mismunandi smekk.
Ég stóð einmitt í þeirri merkingu að flestöll íslensk metalbönd væru brutality og ógeð. Bara einstaka sem er eitthvað varið í, eins og Darknote og þetta…
Peace through love, understanding and superior firepower.
Tjah, þrír sameiginlegir meðlimir svo það er ekkert skrýtið að þetta hljómi svipað. Sem er ekkert nema gott mál, finnst mér - þó ég kysi frekar að þeir einbeittu sér að því að koma disknum út :p
Peace through love, understanding and superior firepower.
Ja sko pointið er að fara með tónlistina í þveröfuga átt við Darknote, við getum ekki blandað hugmyndum okkur, sem eru nú það misjafnar í einn Darknote hrærigraut, en viljum samt fá að nota melódískari pælingar en þær sem Darknote mun standa fyrir.
Darknote mun þyngjast töluvert með aldrinum, á næsta CD á eftir “Walk into your nightmare” munum við skila af okkur meira “skill” en bandið Helgrima býður uppá, Helgrima mun fókusera á frjálsari hugmyndir/tilraunir.
Við erum í raun að splitta þróuninni í tvær áttir, erum ekki lengra komnir með það og þess vegna hljómar þetta líkt.
Mér fannst svarið hjá Death Mistress bara alveg þrælgott. Þú spurðir spurningar, þeim var svarað, og þú hagar þér eins og já… vitleysingur! Death Mistress sýndi þér virðingu með því að semja fínasta svar alveg en hann hafði betur sleppt að eyða tíma sínum í þetta. Það greinilega virtir það ekki við hann, því hann sýndi þér greinilega mun meiri virðingu en þú áttir skilið miðað við svör þín í þessum þræði.
Mikð er ég sammála þér..ef aðeins heimurinn væri betri..og allir hlustuðu á eins tónlist. Metall er samt fyrir þá sem vilja ekki hlusta á “eins tónlist” svo ég vitni nú í þinn málstað. Þetta lag er fyrir þá sem hafa áhuga á öðruvísi tónlist en þú, svona miðað við þá sýn sem ég hef af þínum svörum.
Ég fíla þetta. Mjög melódískt og flott, alveg mátulega þungt. Ég get samt ekki beðið eftir Darknote disknum. Átti hann ekki upphaflega að koma í nóvember?
Peace through love, understanding and superior firepower.
Jú það átti hann nú að gera í upphafi, en svo hefur ýmislegt tafið sem ekki var fyrirséð. Þetta verkefni er samt ekki hluti af þeirri, þar sem lögin fyrir þetta eru gerð á þeim tíma sem Darknote var ekki með miklu lífsmarki.
Darknote viljum við gera þyngri með tímanum, þetta er meira svona frjálst verkefni þar sem allt er “leyfilegt”. Af þeim lögum sem samin hafa verið, er þetta án efa líkast Darknote.
Darknote er samt að sjálfsögðu okkar aðal metnaður.
Hehe maður þorir nú ekki að gefa upp dagsetningar á eftir því sem á undan er gengið, við skulum segja að mikið hefur verið lagt í diskinn undanfarnar tvær vikur, ólíkt því sem áður var. Þrjú ný lög verða á disknum ef allt gengur upp.
FLott lag og flott sánd á öllu, nema söngurinn er ekki að höfða til mín at all…finnst hann slæmur, restin er bara nokkuð flott. Skeeeeeeelfilegt hljómsveitarnafn samt sem áður…srly !
Ég hef nú alltaf staðið í þeirri meiningu að bandnöfn séu less important og vill nú enn meina að svo sé. Helgríma er annars fyrir þá sem ekki vita afsteyp af andliti látins manns og mér persónulega er sama hvernig það hljómar því meiningin er flott. Það er bara ég :)
Bætt við 2. apríl 2009 - 19:37 Já og söngurinn..takk fyrir góða krítík, sennilega eitthvað sem ég mun svo laga hjá mér.
Mér finnst þetta mjög flott og hlakka til að heyra meira frá ykkur. Drulluflott nafn líka þó að nöfn spili ekki stórt hlutverk í hljómsveitum eins og þú sagðir.
Er nýdottinn inní proggið en er ekkert inni í íslenskum metal svo ég ætla að nota tækifærið hérna til að auglýsa eftir íslensku proggi… be it metal ar nat… nenni ekki að búa til nýjan þráð. Fyrirfram þakkir, herbs.
Gaman að heyra um ný ízlensk bönd. Líkar Helgíma nafnið… …Samt þarf eginlega að vita meininguna á bakvið nafnið til að sjá hversu költ það er.
Mér fannst samt að það væru nokkrir hlutir sem mættu bæta, meðal annars að samstilla söng og tónlist. On einnig mætti slaka aðeins á í melódismanum, en hey.. vonandi sérðu þetta sem uppbyggilega gagnrýni, er alls ekki að meina þetta illa, einungis að sýna mína hlið á málinu…
Ég veit að þetta er mjög gamall þráður, en ég fann hann þegar ég var að gúggla “íslenskt progg”. Ég ákvað að kommenta hér til að segja að mér finnst þetta mjög gott lag og vona að þú hafir eitthvað haldið áfram með þetta band!
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..