Við Klof boys erum að halda tvenna tónleika helgina 3. og 4. apríl
Um er að ræða eitt 20+ gigg og svo eitt all-ages show.
Tilefni þessara tónleika er að við erum að hefja upptökur á fyrstu breiðskífu okkar á næstunni og er markmiðið að reyna efla smá peninga þar sem stúdíó kostar mange penge. Þetta verða svo seinustu tónleikar okkar í einhvern tíma(burt séð frá WOA metal battle) þar sem við förum að einbeita okkur að upptökuferlinu.
Fyrri tónleikarnir verða á Grand Rokk föstudagurinn 3. apríl
Bastard og Gone Postal og Bob sjá um upphitun + sérstakir gestir(?;)) 1000kr inn og 20 ára aldurstakmark
Þetta verða fyrstu tónleikar klofsins á grand rokk í ca 2 ár, og við vitum öll að það er ekkert nema brjálæði!
Seinni tónleikarnir verða 4. apríl á all-ages venue(að öllum líkindum TÞM)
Beneath, Muck og Munnriður mun spila með okkur
1000kjell inn og ekkert aldurstakmark
Vímulaus skemmtun
Frekari upplýsingar mun bætast við í vikunni, sem og flyer!
Endilega takið þessa helgi frá og mætið með bros á vör og rokkaðu með okkur! Styrkjum íslenskt dauðarokk!
Peace!
Bætt við 31. mars 2009 - 12:12
ATH! Sérstakir gestir á Grand Rokk eru bestasta band íslands, goðsagnakennda bandið MANSLAUGHTER!!!
www.myspace.com/manndrap
Endilega látið orðið berast um þessa tónleika
takk fyrir!
Severed Crotch