Ég er búinn að spila í 3 ár og tel mig færan um það að spila allavega rythm gítar í thrash bandi og kannski eitthvað smá lead dót. Ég vill helst vera í thrash bandi eða einhverjum léttum death metal, engu brútal heldur kannski frekar old school death, eins og Death og sepultura eða eitthvað. Ég hef einhverja reynslu af því að spila með hljómsveit, hef verið einhverju ýmist með vinum mínum eða örðum og allveg gengið ágætlega. Langar samt að byrja í einhverju núna sem á kannski eftir að endast svolítið. Ég hef spilað á nokkrum tónleikum en aldrei neinu stóru, aðalega í grunnskóla, félagsmiðstöð og einhverju þannig.
Áhrifavaldar mínir og uppáhalds hljómsveitir eru þessar í engri sérstakri röð (bold eru áhrifavaldar):
Sepultura, Cavalera Conspiracy, Pantera, Megadeth, Annihilator, Slayer, Anthrax, Danzig, Gojira, Children Of Bodom, Metallica, Judas Priest, Kreator, Alice in Chains, Avenged Sevenfold, Bullet for my valentine, Down, Throwdown, TYR, Rob/White Zombie, Marilyn Manson, Death, Lamb of God, Severed Crotch, KoRn, Lynyrd Skynyrd, The misfits, Deathklok, Wednesday 13, Rage Against the Machine, Sign, Ozzy Osbourne, Municipal Waste, MD.45, Protected Illusion, Slipknot, Steve Vai, Black Label Society, Bongzilla, Electric Wizard, Testament, Helshere, Gone Postal, Shinedown, Iron Maiden, Buckethead, Clutch, Darknote, Django Reinhartd, John Williams, Flotsam and Jetsam, Ham, Jimi hendrix og fleiri.
Langar að spila eitthvað af þessu sem ég var að nefna. Það vantar örugglega eitthvað en þetta er svona aðal held ég. Ég kann að semja tónlist en hef lítið verið að vinna heil lög undanfarið, mest bara verið að semja riff og leika mér. Ég held að ég geti komið upp með ágæt riff til allavega og ef ég reyni þá tekur það mig ekki langann tíma að semja lag.
Ég er í reykjavík, 104 til að vera nákvæmur en strætó er nátúrulega lítið mál. Ég er líka að fá bílpróf í apríl líklegast og mögulega fæ ég mér bíl í sumar en ég er annars er ég með skúr hjá mér þar sem að band getur spilað án trommusetts. Það er eiginlega ekki nóg pláss fyrir trommusett þar. er með allt þar nema bassamagnara btw (og auðvitað ekkert trommuset).
Ég er með tóndæmi af mér að spila hér: (linkur) Öll þessi lög eru spiluð af mér og samin af mér. Þetta er hvorki mikið ná merkilegt en þetta er eitthvað og þetta gefur smá sýn á það sem ég get gert.
Ég er með fínt gear sem ætti að virka vel með bandi. Er með krafmikla stæðu og fína gítara sem henta í þessa tónlist sem ég nefndi. Ég á líka mic ef þess er óskað :P
Held það sé ekkert fleira. ég tek allt til greina og endilega adda mér á msn hérna ef einhver áhugi er til staðar. msn er theguerilla@hotmail.com
Nýju undirskriftirnar sökka.