Ég verð að vera sammála “Naridli”
Death metal og Black metal er algjörlega sitthvor pakkinn.
Mér finnst líka rosalega kjánalegt þegar þú segir að trommuleikarar í black eða death séu ekki góðir, mér finnst það eiginlega bara fáránlegt. Nöfn eins og Romain Goulon, Scott Ellis, Hannes Grossmann, Derek Roddy, Tim Yeung…þetta eru allt rosalegir trommarar…
Og þessir black metal gaurar eru ekki síðri, ef þú vilt heyra snarruglaðar trommur þar er Kult ov Azazel t.d. mjög save bet…
Ég held að það væri ekki vitlaust að gefa hlutunum smá séns…Ekki vitlaust að byrja einmitt að skoða Spawn of Possession, Necrophagist, Gorgasm, Cryptopsy, Psycroptic og Inveracity, og ef þú vilt halda þig í melódíkinni geturu alveg farið útí Svíametalinn, In Flames, At the Gates og CoB, en á móti kemur að þetta eru allt nokkuð miklar high piched öskurpælingar þar…
(btw, mér finnst Amon Amarth alveg hundleiðinlegir)
Bætt við 22. janúar 2009 - 21:34
og svo gleymi ég gamla góða Cannibal Corpse og Decapitated…fínn byrjunarpakki :D