Nei það er bara ekki rétt hjá honum.
USA gítararnir eru handsmíðaðir, Asíumarkaðs gítararnir eru allir gerðir í vélum og þar eru 50/50 líkur á að þú lendir á vöru sem inniheldur einhvern galla og/eða er topp vara.
Endingin á USA módelunum er mun, mun meiri og öll detail eru betur útfærð.
Sure, þetta er slatti af pening, en Gibson Les Paul kostar líka mikið, og það eru virkilega solid gítarar.
Þetta er alveg pro græja, DKMG eru góðir til síns brúks en eiga ekkert í þennan.
Þetta er líka ekki gítar sem þú sest niður með í Tónastöðinni og spilar í 20 mínútur og getur sagt til um hvort hann er góður eður ei, ég er búinn að eiga hann mjög langan tíma og er enn að kunna betur og betur að meta hann. Þetta er bara svona gítar sem þú tengist á annan hátt en þú tengist ódýrari gíturum, þessi hefur mun meiri caracter.
Bætt við 14. janúar 2009 - 22:24
“50/50 líkur á að þú lendir á vöru sem inniheldur einhvern galla og/eða er verri vara.”
Átti þetta að vera.