Tekið af Taflan.org:


Það er komið á hreint, The Black Dahlia Murder eru væntanlegir á klakann og spila hér fimmtudagskvöldið 15. janúar á Dillon Sportbar í Hafnarfirði,

Miðaverð: Aðeins 2.500 kall ! (Forsala miða nánar auglýst síðar)

18 ára aldurstakmark

Húsið opnar kl. 18:00 og byrjar fyrsta band að spila um kl. 19:00

Lineöppið er fáránlega þétt eins og sjá má !

THE BLACK DAHLIA MURDER (USA) - http://www.myspace.com/blackdahliamurder
Severed Crotch - http://www.myspace.com/severedcrotch
Celestine - http://www.myspace.com/celestinemusic
Palmprint In Blood - http://www.myspace.com/palmprintinblood
Wistaria - http://www.myspace.com/wistariatheband
Beneath - http://www.myspace.com/beneathdeathmetal

Þetta eru tónleikar sem ENGINN alvöru metalhaus getur látið framhjá sér fara. Þeir hafa verið að túra með Children of Bodom undanfarið og þetta band er rísandi stjarna í metalheiminum um þessar mundir, á því liggur ekki nokkur einasti vafi.

Þeir sem ekki þekkja til þessara snillinga, vil ég mæla eindregið með því að þið kynnið ykkur þetta klikkaða band, EKKI SEINNA EN STRAX !


Bætt við 6. janúar 2009 - 13:44
Og best að bæta því við, að þetta verða EINU tónleikarnir sem þeir munu spila á hér á landi.


Það dugir ekki að vera að verða 18, það er afmælisdagurinn sem gildir.