Við vorum einmitt að ræða þetta um daginn og vorum nokkurn veginn sammála því að restin af íslenskum black metal sé meira í orthodox fílingnum. Það væri hins vegar ánægjulegt ef að einhverjir hugarar geta fundið vankanta á því og drullað mig niður.
Niðurstaðan varð sú að flestir hinir séu að gera “norskari” black metal meðan ÁBZ og félagar eru að gera að einhverju leyti “sænskan” black metal (allavega inspiraðir af honum að miklu leyti).
Því er svar mitt: Neibb. Ekkert sem mér dettur í hug.
Það er víst ekki dautt, en mun samt gefa út diska áfram er mér skilst. Þá er það bara í höndum árna og heyri að Svenni muni hjálpa við að semja orchestra stuffið og píanóið.
Enjú, hlakka til þegar Igneus fer að spila live,, þetta á eftir að vera rosalegt, svo er ég líka nýbúinn að fá sendan “The Shivering Opus” með Dysthymia og hann er .. list
get ekki lýst honum betur, hefuru heyrt þetta Þór?
Dystymia eru fínasta band svosem. En það er klárlega til betra black metal band á íslandi. Það band er Svartidauði. Þeir eru líklega sænskari en nokkurtíma dysthymia. Mikið um Funeral Mist,Malign og Watain áhrif þar. Þessi bönd eru öll brautryðjandi black metal bönd og í allt öðrum gæðaflokki en restin af skítnum sem flest öll black metal bönd eru í dag.
Enda rosalegur tónlistarmaður á ferði hér, var minnir mig um daginn heill þáttur tileinkaður honum á Hrynjanda.
svo er hann með söngvara Stabwound ( sem eru hættir, R.I.P) í hlómsveit sem heitir Skendöd minnir mig. Rosa rödd hjá Ulf, og svo semur árni held ég alla tónlistina.
Sönvarar Stabwound í gegnum tíðina: Per Ahre - Gítar og söngur Viktor Linde - Trommur og Söngur Fredrik Linfjard - Bassi og Söngur Uffe Nylin - Söngur Henke Crant - Söngur Ante - Gítar og söngur Oskar - Gítar og trommur
Bíddu bíddu leyfðu mér að fá þetta á hreint, þú póstar þessum þráð eins og einhver voða núbb og vilt fá að vita hvaða svona hljómsveitir eru góðar á íslandi, en þú virðist vita allt um það? Og ert þvílíkt að útskýra þetta dysthymia og árna og veist bara allt um þetta? Ertu árni sjálfur (eða einhver meðlimur þessara hljómsveita) að reyna að fanga athygli fólks að þessum hljómsveitum? Spyr nú bara.
félagi minn sýndi mér eitthvað smávegis af þessu um daginn, og eg verð að segja að þetta var frekar hypnotizing. venjulega fíla eg ekki Black Metal, en mér fannst þetta mjög svona..þægilegt að hlusta á á meðan ég var bara eh að læra og eh.
Vil samt bæta við að ég hata drone black metal eða hvað það er kallað, ég á sláttuvél sem gæti coverað mörg af lögunum í því genre..!
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..