Lamb of god voru að gefa út eitt af nýju lögunum af plötunni þeirra Wrath sem heitir Contractor. Platan sjálf kemur síðan út í febrúar á næsta ári. Þetta kallar maður góða jólagjöf!
Hægt er að hlusta á það á myspeisinu þeirra, myspace.com/lambofgod

Persónulega finnst mér þetta lag alveg frábært, mun hraðara og þyngra en ég bjóst við, ég viðurkenni það að mér þótti Sacrament slappasta platan þeirra (hún var Góð, bara ekki up to par eins og sagt er) en þetta lag sýnir að þeir eru ekki búnir að gleyma neinu, vona bara að restin af plötunni verði eitthvað í líkingu við þetta lag.

Hvað finnst ykkur annars?



P.S. Þeir eru að gefa lagið frítt, þannig að þið getið niðurhalað því með hreinni samvisku hér: http://www.metalsucks.net/track/lambofgod-contractor.mp3
(Hægri klikk+save link as)
In such a world as this does one dare to think for himself?