Bandaríska þungarokksblaðið Metal Edge fjallar um óútgefna plötu íslensku rokksveitarinnar Darknote í næsta tölublaði sínu sem kemur út 11. nóvember.
Plötunni eru gerð góð skil og fer ritstjóri blaðsins fögrum orðum um lagasmíðarnar og spilamennsku. Eitt lag af plötunni má einnig finna á geisladisk sem fylgir með blaðinu og því er um góða kynningu að ræða fyrir Darknote.
Vildi láta áhugasama vita að blaðið er komið í hillur Eymundsson, svona fyrir alla þá sem hafa ekkert betra við peningana að gera nú rétt fyrir jól.
Kv, Diddi
Fokkit…ég fer all in!!