Linkin Park eru kannski ekki metall, en þeir voru það einhverntíman…ég hef alltaf verið dyggur aðdáandi þeirra
Korn hef ég aldrei dottið neitt almennilega inn í, en ég hlusta af og til á eitt og eitt lag og hef gaman af.
Slipknot munu aldrei hverfa úr playlistanum mínum, því þeir eru timeless fyrir mér.
Papa Roach voru mjög góðir á tímabili, fóru svo í eitthvað sull þarna Getting Away With Murder, þegar söngvarinn var allt í einu ekki lengur þybbinn og orðinn einhver hnakkaóbjóður
Adema finnst mér reyndar frekar leiðinlegir og sama með Ill Niño
Mudvayne voru fucking sweet þar til The New Game
Limp Bizkit hefur mér alltaf fundist mjög gott band, nema hvað þeir eru með örugglega versta söngvara sem ég hef heyrt í, en Fred Durst er einmitt ástæðan fyrir því að fólk tekur ekki hvíta rappara alvarlega
System of a Down hafa mér alltaf fundist skemmtilegir, en mér finnst þeir ekki hafa verið almennilega GÓÐIR nema á fyrstu plötunum
Payable On Death (eða P.O.D.) finnst mér alltaf hafa verið skelfing fyrir nu metal stefnuna
Pointið er að nu metal er ekki “skemmtileg tónlist”…alveg eins og í allri annari tónlist, eru til leiðinleg bönd, verk eða lög.