Þessum þúsara sé ég sko ekki eftir! Þetta var frábært framtak hjá gigghöldurum og mæting og stemming alveg þrusufín!
Döstkjéppz voru hreint frábærir, Flemming Geir var aðeins of lágt stilltur í fyrsta laginu, en því var reddað snarlega í því næsta. Verst að þeir skáru dagskránna sína niður í 15 mín sem var eiginlega óþarfi, hefði viljað sjá 1-2 lög í viðbót. EN, Döstarar settu trendið þetta kvöldið hvað sánd varðar en í þessum heljarinnar geymi sem Gómerhóll er, þá var sándið hreint ótrúlega gott. Feitur bassi og gott kikk í trommum og menn voru passasamir á volumtakkana svo þetta svínvirkaði. Fékk mér svo að sjálfssögðu tussusvalt og undirritað eintak af EPinu, en Flemming, Marínó Sólbrenndó, Eggert, Ágúst og Arnar teiknuðu flottar uhmm…kindur? með yfirvaraskegg og nokkrar kaffibaunapíkur á coverið. Massífur eðall!!
Muck sá ég í fyrsta sinn í kvöld, þetta var flott performans hjá þessu krúi, það var samt voðalega mikið mud í sándinu hjá þeim, eins og öll hljóðfærin væru að keppast um að vera fremst í mixinu. Töff stöff.
Momentum fannst mér alveg hreint magnaðir, það var heljarinnar ruddasánd á þeim en helst til hrátt fyrir þeirra nýju stefnu, því með slípaðra sándi tel ég nýju lögin njóta sín betur. Vókallinn hefði líka mátt vera aðeins hærri. Gítar- og bassasándið hjá Momentosmönnum var áberandi best í kvöld og setlistinn skemmtilegur.
Það þarf ekki að spyrja að því að á fyrstu tónum Forgarðsmanna, þá endasentist salurinn í massíft slamm og læti. Helvítis svakalegur hávaði og læti, sá gamli með hljóðnemann andsetinn að vanda og þrátt fyrir monitorleysi, þá var Maggi vel með í öllu þessu cacophony af rammíslensku sveitagrændkori. Foggamenn frumfluttu nýtt lag í kvöld og eiga sitthvað nýtt og ferskt enn í ermunum sem okkur mun vonandi berast til eyrna á Aðventukvöldi Andkristnihátíðar n.k. laugardag. Takk fyrir mig enn og aftur félagar í Forgarðinum, þið eruð frábærir.
Það var svo Celestine sem rak endahnútinn á kvöldið og fannst mér allt annað að sjá þá hér en á Styrktartónleikunum í TÞM um daginn. Sándið á bandinu var hreint rosalegt, enda piltar væntanlega orðnir vel slípaðir í að stilla draslið sitt eftir heljar giggmaraþon undanfarið. Performans var killer og áhorfendur vel með á nótunum og fínir pyttir sem mynduðust við heljarinnar þéttan undirleik! Frábært gigg drengir!
Ég tók upp allt settið hjá Döstkjéppz, Momos -síðasta lag og Forgarðinn nánast allt nema smá breik í einu lagi sökum batterísþurrðar. Það hefði verið kúl að skjóta þetta allt saman, en þá þarf ég að koma með eitthvað meira pro en símann minn. Er í töluðum orðum að vinna úr þessu stöffi og mun henda þessu inn á eftir. Mesta fjárans furða hvað sándið er að skila sér vel úr þessum síma!.
Eyrarbakkarokk…..hver hefði trúað þessum andskota! Tveir þumlar upp og takk fyrir mig!
Döstkjéppz - Nothing Will Rise From Your Ashes
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=kTNO17xnZw8
Momentum - Indifference Of The Human Mind
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=R50ZZJHikCE
Forgarður Helvítis - Éttu Skít og Drepstu
Tileinkað Geir H. Haarde
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=JwKvS1rQKAM
Forgarður Helvítis - Án Þess Að Depla Auga
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=NC15TXkbb-w
Forgarður Helvítis - Svartidauði
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=BCeG2QXLgzQ