Horfði ekki mikið á upphitunarböndin, seinustu 3 lögin með trössum, fyrstu 2 lögin með Hostile og seinasta með Gone Postal.
En Týr voru rosalegir, þó svo að mér fannst Keflavíkurgiggið eiginlega best (fór líka á Nasa). En já, hvaða HÁLFVITAR byrja að mosha við Týr? Ég vissi það að um leið og ég sá alla þessa grunnskólakrakka að það yrðu pittir, djöfull böggaði þetta mig.
Var mjög ánægður með að fá mynd af mér með öllum hljómsveitameðlimunum. Hef ekki hlustað á þá af viti síðan 2004 eða 2005, en það er búið að breytast núna, er gjörsamlega búinn að raðnauðga öllum diskunum þeirra seinustu daga.
Fannst samt minnsta stemmingin á þessum tónleikum, mér fannst eins og enginn kynni textana þeirra og hafi mætt þangað til að sjá Týr, frekar eins og fólk hafi bara mætt til að vera á tónleikum (sbr. pitturinn, ekki beint málið á Týr tónleikum)
Bætt við 6. október 2008 - 17:23
Hefði verið til í að heyra Torsteins Kvæði (svo af því að það var nú einusinni Þorsteinn sem flutti þá inn), Ólavur Riddararós og Ten Wild Dogs. Kom mér svolítið á óvart að þeir tóku ekki Brennivín, þar sem það er íslenskt kvæði í því, en ég fíla lagið ekkert sérstaklega þannig að ég er ekkert að svekkja mig neitt sérstaklega á því.