Ágætis tónleikar, Universal Tragedy og Gone Postal voru mjög góðir, en það voru vissir hlutir hjá hinum böndunum sem ég fýlaði ekki. En af hverju í fjandanum kann bassaleikarinn í no culture ekki að fara vel með hljóðfæri? Maður hendir ekki hljóðfærinu sínu í jörðina, stórskrítin framkoma.
En mér fannst að fleiri hefðu átt að mæta, metaltónleikar á bar með góðum böndum. Lengi lifi íslenzkur metall.
En lol, þegar einhver gaur ældi yfir alla, sá var heppinn að þeir sem fengu yfir sig kynnu hemil á sér. Hvernig er ekki hægt að miða niðrá við þegar maður ælir?