Kalt mat - Hef hlustað á Métligga í 24 ár, upplifað núna 8 sinnum að hlusta á nýja stúddjóplötu frá þessum köllum. Það hefur alltaf verið svakaleg spenna hjá mér fyrir slíka hlustun og það varð engin breyting á í dag heldur.
Ég er strax með riff og kafla úr 4 lögum sem hreinlega syngja í hausnum á mér, riffin eru kúl, fílíngurinn er solid og lagasmíðarnar eru mjög áhugaverðar á köflum en overall METALLICA, nema kannski fyrsta lagið, það er uhh….ska/paunk/speedmetall…eitthvað og ógeðslega skemmtilegt. Ég ætla nú ekkert að kommenta á sándið fyrr en ég fæ vínílkassann minn, en miðað við útgáfur sl. 17 ára hjá þeim, þá er sándið röff, töff og það sparkar í rassa. Ætla sannarlega að blasta henni á morgun.
Besti fílingur fyrir Métligga plötu síðan 1988…..fyrir utan Bleeding Me, því það er bara best.
Nú er platan búin að ganga non-stop síðan hún lag, hún er ÖLL góð, það er ekki eitt einasta lag á henni sem mér finnst slæmt. Grossadmiral James Hetfield og félagar eru búnir að koma báðum fótum kyrfilega á Topp 3 hjá mér í ár.
Snilld.