Óx upp sem aðdáandi gamla Metallica, back þegar þeir skrifuðu nafnið með eldingum á báðum endum, og það er yndislegt að heyra eitthvað frá þeim sem er í líkingu við þá tónlist.
Ég hata ekki Load, en Reload, Garage cd1 og St. Anger voru hver vonbrigðin á fætur öðru fyrir mér. Load inniheldur nokkur lög sem ég fýla…og ég vill frekar að frábær hljómsveit geri 1 slappa tilraunaplötu en að þeir geri sömu plötuna á hverju ári eins og ac/dc t.d.
Af nýjum upptökum er ég búinn að heyra Day that never comes og My apocalypse sem bæði falla inn sem rétt yfir meðallagi góð ‘Gamla’ Metallica, og Remember Tomorrow, Iron Maiden cover, sem er hrein snilld og besta cover sem þeir hafa gert síðan So What.
Velkominn til baka Kirk