Awww, það eru allir svo reiðir hérna. Hvað særir það ykkur svona mikið þó þið fýlið hljómsveit ekki lengur?
Það er mjög algengt að ungt fólk uppgötvi hljómsveit (og nú er ég að tala um típíska þróun unglings yfir í fullvaxta metalhaus) og finnist hún fokkin brutal eða w/e, en svo fara einstaklingarnir að þróast yfir í þyngra og enn meira brutal efni með tímanum. Á sama tíma eru hljómsveitirnar sem komu þeim inn í þetta brutality 10-40 árum eldri einstaklingar sem hafa meiri stjórn á hormónaflæðinu og þeir fara að prufa sig áfram með nýja hluti (sama hvað þið segið allir að t.d. Master of Puppets sé betri en allt sem Metallica hafi gefið út í 10 ár, þá vill enginn heyra nákvæmlega sama draslið aftur og aftur og aftur. Þá færu menn að væla yfir stöðnun). Sökum þess að það eru oftast fullorðnir menn í svona böndum, þá eru þeir að þróast út í yfirvegaðari og oft vandaðari tónlist. Gömlu aðdáendurnir eru bara bitrir því ædolin þeirra hafa þroskast, en ekki þeir sjálfir.
Veit samt ekki alveg hvernig ég nennti að skrifa þetta. Mér finnst þetta lag jafn ómerkilegt og Master of Puppets eða hvað annað sem þeir hafa gert.