Komum með namedrop á magnað dæmi, komið líka með stuttar lýsingar um bandið, linkur á myspace segir ekki neitt.
Come on Iceland, Come on let's go.

Pestilence
Stofnuð 1986 í hollandi og gaf út sína fyrstu plötu út árið 1988 sem heitir “Malleus Maleficarum” og var sú plata liggur við pure thrash, “Consuming Impulse” kom svo út ári seinna og ég verð að segja eins og er, þetta er ein besta plata sem ég hef nokkurntíman heyrt. Brjáluð death-thrash súpa í gangi, Martin von Drunen söngspýra Pestilence upp á
sitt allra, allra besta.
Eftir útgáfu “Consuming Impulse” kom “Testimony of the ancients” út og var undir meiri Jazz áhrifum heldur en fyrri útgáfur, samt sem áður klassa efni í anda við Cynic og Atheist (til gamans má geta að hann meistari Tony Choy úr Cynic spilaði einmitt á bassa á Testimony of the Ancients.)
Síðasta plata Pestilence kom út árið 1993 og hét “Spheres”
Proggaður djöfull í gangi þar.
Einnig vakti það athygli mína um daginn að þeir væru byrjaðir aftur, án Drunen að vísu, en samt sem áður drulluspennandi ef einhver afköst verða.



Myspace

Hour of Penance
Ítalskur brutal death metal eins og hann gerist bestur
gáfu út plötuna “the vile conception” fyrr í ár, og ég er að segja það, þetta er tvímælalaust með betri plötum 2008.
Allavega Hour of Penance voru stofnaðir árið 1999 og hafa gefið út 3 breiðskífur,
Sú fyrsta Disturbance sem kom út árið 2003,
Pageantry For Martyrs sem kom út árið 2005 og
Svo the Vile Conception núna í ár.
Fáránlega þétt og metnaðarfullt efni, ég mæli með því að sem flestir skoði þetta er rosalegt efni.

Þess má geta í framhjáhlaupi að ég varð það heppinn að sjá Hour of Penance á sviði á Neurotic Deathfest núna fyrr í ár og get þar af leiðandi fullyrt að þeir standa 100% fyrir sínu.


Myspace