Jó allir, koma að spila í húsinu á akureyri !! :P
Annars er þetta soltið satt með un-extreme metal/rokk, minni virkni á þeim sviðum, og þau bönd virðast síður nenna að leggja eitthvað á sig til að halda tónleika.
Einnig eru já, metalhausar á íslandi frekar dómharðir. Man nú eftir þráð um ónefnda hljómsveit(sem ég er nú reyndar meðlimur í) hér á metall (og annar eins þráður á töflunni)
Ég hef mætt (well, hef verið að vinna) á tónleika þar sem að lineuppið heillaði mig ekki, alls kki tónlist sem ég myndi hlusta á.. En tónleikarnir voru geðveikir, þrátt fyrir að tónlistin höfðaði ekki beint til mín þá myndaðist stemming.
Eins og ég sagði hef ég verið að vinna á tónleikastað í 3-4 ár við undirbúning, uppsetningu, ljósamennsku, hljóðmennsku og tiltekt.
Hef samt líka tekið eftir því að stemmingin hefur verið að minnka, man eftir nevolution tónleikum í gamla húsinu á akureyri, smekkfullt út að dyrum, og þeir fengu ekki að hætta fyrr en eftir 2 eða 3 uppklappslög. Í seinni tíð hafa þeir ekki þurft að grípa til uppklappslaganna, þar sem það var ekki klappað upp (ég var með setlistann fyrir framanmig, og plönuð uppklappslögin 2 voru með betri lögunum þeirra)
Finnst líka frekar leiðinlegt að sjá þegar fólk myndar svona “handboltateig” við sviðið, eins og fólk skammist sín ef að það fer uppvið sviðið að dilla sér.
Bassadót: FBass BN5 & MusicMan Bongo5 -> Line6 Relay G50 -> Ampeg PF500 -> Ampeg PF210HF