Nauh, takk fyrir þetta. Nokkur af þessum myndböndum fengu mig til að vilja kanna þessi bönd frekar, er núna að downloada diskum með fjórum þeirra ^^ Vissi heldur ekki af nýja Tiamat disknum, takk fyrir ábendinguna.
Ákvað að bæta við þetta og skella inn myndböndum með nokkrum af þeim sveitum sem ég nefndi en þú minntist ekki á:
Tarot eru ein af elstu starfandi metalsveitum Finnlands, komu saman 1985 og gáfu út fyrsta diskinn ári síðar. Þeir voru lengi klassískur heavy-metall en eru upp á síðkastið farnir að þróa stílinn frekar og eru orðnir einhvers konar progressive power metall núna, mjög kraftmiklir og flottir.
Tarot - Pyre of Gods af Suffer Our Pleasures (2003)
[youtube]
http://www.youtube.com/watch?v=LWMPVjCgQPIMercenary ættu að vera Íslendingum kunnugir, spiluðu hér í TÞM og á Grand Rokk árið 2005 og mig minnir að þeir hafi komið hér áður fyrir það. Melódískur deathmetall eins og hann gerist hvað bestur!
Mercenary - Firesoul af 11 Dreams (2004)
[youtube]
http://www.youtube.com/watch?v=bqL9Sgk2zLkÞú minntist á Gimme! Gimme! Gimme! coverið sem Sinergy gerðu ágætlega, en þó finnst mér það ekki næstum því jafn gott og sumt af því sem þau sömdu sjálf. Þau gáfu út þrjár plötur í kringum síðustu aldamót en hættu því miður eftir það vegna ágreinings við bassaleikarann.
Sinergy - Spit on Your Grave af Suicide By My Side (2002)
[youtube]
http://www.youtube.com/watch?v=DS7VP4EBAB8Kamelot eru önnur mjög skemmtileg og töff sveit. Byrjuðu sem tiltölulega léttur powermetall, en eftir að þeir fengu norska söngvarann Roy S. Khan til liðs við sig hafa þeir verið að þyngjast og lagasmíðarnar jafnframt að batna. Hér er myndband af nýjustu plötunni þeirra:
Kamelot - Rule the World af Ghost Opera (2007)
[youtube]
http://www.youtube.com/watch?v=qJeqUW-T5hEAð lokum vil ég nefna Sonata Arctica. Þeim svipar til Kamelot að því leiti að þeir byrjuðu á léttari powermetal-nótum en þeir slá í dag, þróunin frá fyrstu plötunni Ecliptica og að síðustu tveimur plötum þeirra er gífurleg. Ekki fyrir alla kannski, en ég fíla þá í botn.
Sonata Arctica - In Black and White af Unia (2007)
[youtube]
http://www.youtube.com/watch?v=LS0lKoxJE3E