Ég er orðinn 25 ára. Aldurstakmörk hafa lítil áhrif á mig.
En mér finnst að allir meigi fara á tónleika, sérstaklega ef þeir eru orðnir 16 ára. Maður verður víst að sætta sig við það að lögin á íslandi banni fólki yngra en 16 ára að vera úti eftir klukkan 22:00. Ég skil ekki afhverju þetta þarf að vera svona mikið mál.
Á mínum yngri árum (fyrir svona 10 árum) var opnaður unglingastaður, þar sem unglingar gátu skemmtsér og dansað við tónlist. Nema hvað að krakkarnir mættu aldrei á þetta, því að þetta var “asnalegt” eða eitthvað þannig, maður var ekki maður með mönnum (eða kona með konum??) nema að maður færi á stað sem aldurstakmarkið sé hærra.
Hitt húsið er að gra góða hluti með tónleikum á kvöldin, en ef þið viljið skemmtistaði þá verðið þið að sætta ykkur við skólaböll, eins og þetta er í dag.
Annars er enginn skemmtistaður fyrir rokkara í dag, enginn, maður getur ekki farið að skemmta sér þar sem góð rokktónlist er í gangi. Ég drekk ekki, dópa ekki, og reyki ekki þannig ég hef lítið að gera á skemmtistaði Reykjavíkur borgar, þar sem það er það eina sem þessir staðir virðast ganga út á. Ætli það sé ekki best að skemmta sér í parýum eða einhverju slíku.
valli