Úh, powermetall segirðu. Látum okkur sjá. Á iTunes er ég með:
Avantasia (Láttu þá vera, leiðinlegir.)
Blind Guardian (Góðir í hófi finnst mér. Nýjustu 2 diskarnir falla best að mínum smekk.)
Edguy (Sami söngvari og í Avantasiu, gætir fílað þá, alls ekki hrifinn af þeim sjálfur þó þeir eigi eitt og eitt fínt lag.)
Elvenking (Mjöööög spes sveit, tékkaðu á þeim samt. Power-folk blanda, gætir fílað það.)
Gamma Ray (Mætti kalla þá klassískan powermetal, stofnaðir af fyrrum söngvara Helloween, sem var ‘fyrsta’ powermetal-sveitin. Eiga nokkur góð lög.)
Hammerfall (Ugh. Tékkaðu á þeim, gáðu hvað þér finnst. Fíla þá ekki sjálfur af svipaðir ástæðu og Edguy.)
Kamelot (Nú erum við komin í góða stöffið. Þessir eru snilld, mæli með 2 síðustu diskunum The Black Halo og Ghost Opera.)
Kotiteollisuus (Á bara eitt lag með þeim sjálfur, en það er hresst.)
Lordi (Hei, þeir eru svalir. Þegar maður er í réttu skapi fyrir þá. Lagasmíðarnar eru ófrumlegar en þeir hafa húmor.)
Masterplan (Ágætir í hófi, full over-the-top fyrir mig yfirleitt.)
Mercenary (Ef þú heldur að þú meikir þunga stöffið - melódískur deathmetall með sterkum powermetal áhrifum. Mjög öflug sveit.)
Nightwish (Eins og einhver benti á hérna að ofan þá eiga þau marga mjög góða powermetalslagara. Kíktu á Oceanborn, Wishmaster og Century Child diskana í þessari röð. Þau fara yfir í e-ð symphonic dæmi eftir það, sem þú gætir svosem fílað líka, en byrjaðu á þessum.)
Rhapsody (of Fire*) (Eðal epískur hetju-powermetall. Góðir í hófi eins og margt annað)
Sabaton (Snilldar sveit. Mæli með diskunum Primo Victoria og Attero Dominatus.)
Sinergy (Gothic powermetall með söngkonu. Mæli með þeim, verst að þau hættu þegar bassaleikarinn kaus að túra með Nightwish frekar en þeim)
Sonata Arctica (Neita að kallast powermetall, en eru það nú samt. Mjög góðir. Fyrri diskarnir eru hrárri og klassískari, svo fara þeir smám saman yfir í prógressívari lagasmíðar)
Symphony X (Ágætir í hófi, sumir fíla þá í botn. Tékkaðu á þeim.)
Tarot (Ekki mjög hefðbundinn powermetall, en mjög þétt sveit í svipuðum stíl sem þú gætir fílað. Sami bassaleikari/söngvari og í Nightwish, svo ef þú fílar hann þar endilega tékkaðu á þessari. Röddin hans passar mun betur inn hér.)
Twilightning (Ég hef ekki fundið mikið með þeim, en það sem ég hef heyrt er ágætt.)
Held það sé að mestu komið. Ef þetta er of mikið í einu (sem ég trúi vel), þá byrjaðu á Kamelot, Sonata Arctica og Sabaton og segðu mér hvað þér finnst.
*þeir breyttu nafninu sínu.
Peace through love, understanding and superior firepower.