Stefnur og flokkun er búið að vera eitt stærsta atriði í rifrildum metalhausa í langan tíma…
Margir flokka eftir því sem þeir lærðu í heimildarmyndinni
Metal: A Headbanger's Journey, aðrir fara einfaldlega eftir Wikipedia flokkun…Svo er líka hægt að skoða
Metal Archives fyrir svona hluti, en annars finnst mér engin ein leið vera til til að flokka og oft á tíðum flokka ég bara eftir því sem ég heyri…
Ég held að eitt aðalatriðið er að skilja “core” og að læra að greina í sundur hvað er “core” og hvað ekki, því oft á tíðum taka hörðustu metalhausarnir illa í að fólk segi að það sé smá “core” í uppáhaldssveitinni sinni, þó svo að nokkrir metalhausar segi einfaldlega “Já, það er nokkuð til í því”
Mínar flokkunaraðferðir fara þó smá eftir því sem ég sá í
þessum dálk um Heavy Metal og
þessum um Extreme Metal….