Ég er búinn að hlusta á þetta lag svona þrisvar og já, frekar leiðinlegt lag en fín pæling svosem. Vantar einhvernvegin alla fyllingu og þetta er eiginlega bara allt slappt yfir höfuð nema kannski söngurinn hann er frekar öflugur. Geri mér grein fyrir að þið eru bara 14-15, eða “bara” það er nú orðið mikið að krökkum að spila dauðarokk á þessum aldrei, en t.d. tóku Decapitated upp fyrsta efnið sitt 14-16 ára en það er auðvitað ekki hægt að bera neina við þá miklu meistara.
En mín niðurstaða er að þetta einstaka lag er ekki gott en mér heyrist á ykkur að þið kunnið alveg að spila metal og hljótið að skapa eitthvað áhugavert í framtíðinni.