Fannst þetta alveg frábærir tónleikar.
Fenjar komu mér verulega á óvart - Ef satt skal segja bjóst ég ekki við miklu frá svona ungum guttum, en þeir stóðu sig eins og hetjur. Bassaleikarinn sérstaklega fannst mér alger durtur (bassadurtur er æðsta hrós sem bassaleikari getur fengið frá mér, öðrum bassaleikara).
Nightriders… Get varla tjáð mig um þetta, ég er bassaleikarinn. Sándið náttúrulega saug, og ekki hjálpaði að ég stóð uppvið magnarann minn. Ég heyrði ekki fökk í neinum nema trommunum og sjálfum mér. Drum n Bass baby. Fannst annars líka að restin af bandinu hefði mátt vera virkari á sviðinu, ég var þarna slammandi þegar við átti og þeir stóðu bara þarna. Tussur.
Annars heyrði ég frá fólki að við Ingi ættum að halda okkur við hljóðfæraleik og ekki syngja. Sjálfum fannst mér ótrúlega gaman að öskra þetta, og skemmtun mín er mikilvægari en skemmtun allra annarra.
Annars munum við reyna að redda öðru giggi sem fyrst, þar sem fólk getur vonandi heyrt í fallegu ungu drengjunum með gítarana rúnka úr sér allt vit. Og þéttari og betur æfðan söng.
Acts of Oath voru náttúrulega miklir herramenn. Gaman að sjá tvo söngvara á sama giggi að syngja, ekki growla (Ber mikla virðingu fyrir growlurum, en þeir einfaldlega vaxa á trjánum hérna á Íslandi). Líka gaman að sjá að fökking hljóðmaðurinn lærði eitthvað aðeins af crapsándinu hjá okkur.
Annars þurfti ég að fara áður en Universal Tragedy stigu á svið. Get ekki tjáð mig um það.
Lód ðí sikkspánder.