Hvernig tók fólk í tónleikana áðan?…
Ég hafði drullugaman að þessu, man lítið eftir Muck, en ég var að fíla trommarann, alltaf gaman að sjá trommara hreyfa sig svoldið með. Dormah fannst mér skemmtilegir, þrátt fyrir leiðinda stillingavesen hjá þeim á milli laga og mér fannst gítarleikarinn ekki besti söngvarinn þarna, en þéttir none the less.
Svo voru Celestine sjálfir bara brilliant, frábær hljómsveit í alla staði, þungir sem og melódískir…asskoti skemmtilegir
Hafði líka mjög gaman að því þegar Egill hoppaði inn og tók guest vocals, á sama tíma og Axel fór að berja í einhvern cymbal með Ólafi…
Bara drulluskemmtileg reynsla þrátt fyrir leiðinlegt veður og djöfulsins bleytu