Er búinn að hlusta mjög mikið á The Posion diskinn frá þeim sem mér finnst brilliant. Þessi diskur greip mig þó ekki þegar ég heyrði hann fyrst.
Mér leiðist tóninn í söngnum (hann er svona pínu skítugur, ekki jafn flottur og á fyrri disknum, líka að stórum hluta eftirvinnslan sem að skemmir fyrir) og mér finnst hann oft of aftarlega í mixinu.
Ég sakna soltið melodísku kaflanna sem einkenndu hinn diskinn. Fannst hörðu kaflarnir njóta sín betur þegar að það voru rólegri melódískir kaflar inná milli. Svona lítil stelpa labbandi í garðinum, og svo kemur dauðinn eins og söngvarinn í bandinu mínu orðaði það svona skemmtilega (var reyndar ekki að tala um bullet for my valentine, en það er annað mál).
Bassadót: FBass BN5 & MusicMan Bongo5 -> Line6 Relay G50 -> Ampeg PF500 -> Ampeg PF210HF