Eistnaflug verður haldið helgina 11. - 13. Júlí 2008 í Egilsbúð Neskaupstað.
Nokkrar breytingar eru á hátíðinni í ár en þær helstu eru þær að það er
18 ára aldurstakmark og þá tónleikar til 03:00 bæði kvöldin,
við verðum ekki með langferðabíl,
við gerum samning við flestar hljómsveitirnar sem vilja spila á Eistnaflugi og þær hljómsveitir sem verða á samning skipta svo aðgangseyrinum á milli sín. Samningurinn er mjög einfaldur þ.e. hljómsveitin staðfestir að hún ætli að spila á Eistnaflugi 2008. En ef það klikkar svo þá þarf hljómsveitin að borga 50.000 kr sem fer í gott málefni.
Þetta verður að vera svona vegna þess að hljómsveitir hafa verið að hætta við jafnvel daginn fyrir tónleika vegna þess að einhver varð að fara á þorrablót með afa sínum eða eitthvað. Auðvitað koma upp aðstæður sem ekki verður ráðið við og er fullur skilningur á því.
Það verður eitt svið ekki tvö eins og í fyrra og best væri að sama hljómsveitin reddaði ( trommusett, 2 gítarmagnarar, bassamagnari) og fengi borgað aukalega fyrir það.
Þá er Eistnaflug 2008 farið af stað og ef þú vilt spila þá sendir þú póst á stebbimagg@simnet.is- eða einkapóst- eða á Haffa denver.
Nánar á www.eistnaflug.is og svo á www.myspace.com/eistnaflug
Tekið af Taflan.org
Born to Raise Hell