Miðað við þær sögur sem ég heyri af Hellfest, þá eru skipuleggjendurnir alveg að kúka í buxurnar. Cannibal Corpse drengirnir sögðu mér að það hefði verið mjög lélegt skipulag þarna, grænmetisætunni í bandinu hefði ekki verið boðið neitt annað að borða en kartöflur…
Svo talar fólk um að klósettaðstaðan sé í lamasessi… Ef að hátíðin í fyrra var svona stór, í fyrsta sinn, þá hefur hinn aukni áhugi væntanlega sýnt sig í miðasölu fyrir hátíðina. Varla hefur allur hinn aukni fjöldi gesta bara mætt, án þess að skipuleggjendur hafi grunað nokkuð… + það að menn þurfa í raun að hafa klósettaðstöðu miðað við það sem festivalið getur tekið af tónleikagestum, ekki satt?
Mig grunar að skipuleggjendur Hellfest noti alla þá peninga sem koma inn af miðasölu til að geta bókað öll þessi stóru nöfn, en gleyma að það þarf að búa til festival í kringum þetta og eyða pening í þjónustu og aðstöðu.
Ég hef svolítið verið að fylgjast með Graspop Metal Meeting í Belgíu, sem er þessa sömu helgi, og svo virðist vera sem að brópurpartur bandanna sé á báðum hátíðunum, í raun skiljanlegt, því þau væntanlega spila annan daginn í frakklandi og hinn daginn í belgíu. Af umsögnum er Graspop mun meira í ætt við þýsku festivölin (sem eiga að vera best skipulögðu festivölin).
Graspop hafa samt sem áður bara tilkynnt lítinn hluta af þeim böndum sem verða í sumar, en þið getið kynnt ykkur þetta hérna:
http://www.graspop.com/