Sæll,
Ég á sjálfur 6 diska með þeim og nýju spóluna þeirra sem heitir Heavy Left-Handed & Candid.
Ég á Dusk And Embrace, Cruelty and the beast, From cradle to enslave ep, Raredemoneon(einhver live lög og cover), Midian og Bitter Suits To Sinccubi. Þetta er allt snilld já. Besti diskurinn er þessi nýjasti en Midian er líka snilld. Cruelty and the beast er lakasti diskur Cradle of Filth að mati flestra en mér finnst hann samt ágætur t.d. er Cruelty brought three orchids algjört snilldarlag.
Þetta eru flottar pælingar hjá þér og ég þarf lítið að bæta við þær enda sammála þeim að mestu ef ekki öllu leyti. Bestu lagið á Midian er án efa Lord Abortion. Einn gallinn við Cradle of Filth er hvað mér fyrsta lagið á plötunum þeirra(introin) eru einstaklega léleg og óspennandi og gefa ranga mynd af bandinu.
Á nýja disknum eru 3 endurgerðir af lögum, intro og annað smálag sem eru það eina lélega á disknum og svo 5 ný lög. Flott myndbandsefni líka ef að þú átt Special Edition diskinn.
Ég hef aldrei fundið neitt nema Bootleg hjá Valda en ég þarf samt að kíkja þangað bráðum og sjá hvort hann er mað eitthvað nýtt. Takk fyrir þá ábendingu.