Jæja, ég vildi aðeins minnast á að það er núna búið að staðfesta fullt af böndum á Wacken og það eru 28 manns búin að skrá sig í ferðina :)

Ég er búinn að vera að ræða við hina ýmsu menn útí bæ varðandi ferðina í ár, og nokkrir þeirra sem hafa farið með áður í ferðina hafa ekki áttað sig á því að við skulum fá að mæta á svæðið áður en það opnar officially, sem þýðir að menn eru ekki í kapphlaupi við það að finna sér tjaldsvæði fyrir búðirnar, heldur geta gengið hægt og rólega og nánast valið sér svæði að vild.

En, meðal sveita sem búið er að staðfesta upp á síðkastið eru sveitir eins og Ensiferum, Grave, Nifelheim, Lordi, Corvus Corax, Nightwish, Enemy of the Sun, Gorgoroth, Primordial, Gorerotted og Powerwolf ásamt fleirum og hérna listinn af þeim böndum sem munu spila eins og hann lítur út í dag. Athugið að enn gætu bæst við eins og 30-40 bönd við listann til viðbótar…

AS I LAY DYING
AT THE GATES (Endurkoma kóngana! - eftir meira en 10 ára fjarveru frá tónlist)
AUTUMN
AVANTASIA (All star project Tobias Sammet úr Edguy!)
AXEL RUDI PELL
AXXIS
BEFORE THE DAWN
CARCASS (Endurkoma hinna kónganna - eftir áratugs langrar fjarveru frá tónlist)
CHILDREN OF BODOM (Síðasta skipti á Wacken var ógleymanlegt)
CORVUS CORAX
CREMATORY
DESTRUCTOR
DREAM OF AN OPIUM EATER
ENEMY OF THE SUN
ENSIFERUM
EVOCATION
EXCREMENTORY GRINDFUCKERS
GIRUGÄMESH
GOREROTTED
GORGOROTH
GRAVE
HATEBREED
HEADHUNTER
IRON MAIDEN (LOKSINS Á WACKEN! - Headliners!)
KAMELOT (Norðmaðurinn með flauelsröddina mætir)
KILLSWITCH ENGAGE (Ein albesta metalcore sveit fyrr og síðar)
KREATOR (“ENEMY of GOD!” - Quote Tóti Severed)
KRYPTERIA
LORD BELIAL
LORDI
NIFELHEIM
NIGHTWISH
OBITUARY
POWERWOLF (metall frá Rúmeníu)
PRIMORDIAL (áttu eina bestu plötu ársins 2007 skv. mörgum gagnrýnendum)
PSYCHOPUNCH
SABATON (Nýju powermetal hetjurnar frá Svíþjóð! Move over Hammerfall!)
SALTATIO MORTIS
SONATA ARCTICA (Finnsku undrin)
THE BONES
VAN CANTO
WARBRINGER

Upplýsingar um skráningu í ferðina er að finna hérna:

http://www.hugi.is/metall/articles.php?page=view&contentId=5419008
Resting Mind concerts