Þó að það sé gott að hafa marga valkosti, þá er óþarfi að hafa þrjá valmöguleika fyrir ‘mjög góður’. ‘Ágætur’ og ‘allt í lagi’ er allt of svipað. Þetta veldur því að könnunin verður frekar ómarktæk og er einnig augljóslega óhlutlaus, ef miða skal við gnægð valkosta til að segja hversu góður diskurinn er.
Hey, hérna er könnun sem ég henti saman í flýti:
Hvernig finnst þér Chocolate Starfish and the Hot Dog Flavored Water með Limp Bizkit?
1. ÓMÆGOD HANN ER GEÐVEIKUR
2. FRÁBÆR!!!!!!!
3. GEÐVEIKUR!
4. FRÁBÆR!
5. Mjög góður
6. Ágætur
7. Hef ekki heyrt í honum (en hann er örugglega góður)
8. Mér finnst hann leiðinlegur og mér finnst ég líka vera leiðinleg/ur.