Acts Of Oath - GEÐVEIKIR ! Ótrúlega óheppnir með sánd, heyrðist ekkert í cymbölum, heyrðist mishátt í bassanum (stundum yfirgnæfði hann gítarinn og stundum var eins og hann væri ekki þarna).
Og söngvarinn þeirra á skilið HUGE hrós fyrir eina bestu röddu sem ég hef heyrt í íslenskum söngvara, og þótt víðar væri leitað. Hann byrjaði ekkert voðalega vel (enda nýkominn í bandið), en svo þegar leið á lagið fékk ég gæsahúð þegar hann var að öskra. Alveg klikkað. Ætla að biðja alla Heavy/Power metal aðdáendur að hafa auga með þessu bandi, virkilega flott stöff.
Carpe Noctem voru góðir að vanda. Fíla þá betur með hverju giggi. Veit einhver hvort plata sé væntanleg frá þeim?
Hostile hefur góða hljóðfæraleikara og geðveikan söngvara en mér finnst eins og þeir viti ekki alveg hvað þeir eru að semja. Full einhæf lög hjá þeim fyrir minn smekk. Samt alveg hægt að slamma við margt hjá þeim, en ég held að þeir geta gert betur.
Veit ekki hvernig við í Blood Feud stóðum okkur, þar sem við heyrðum lítið í hvorum öðrum á sviðinu, og trommarinn heyrði ekkert í okkur hinum, þannig að það urðu nokkuð mörg mistök, en mér var samt sagt að þetta hefði hljómað vel út í sal. Var ótrúlega ánægður með stemminguna, sértstaklega miðað við hvernig var hjá hljómsveitunum á undan.
Þakka þessum fáu sem mættu fyrir góða tónleika og góða stemmingu.
Kindaræðan hans Bjóra átti kvöldið. Á eftir því kom öskrin í söngvaranum í Acts of Oath.