Missti af Yggdrasil, kom þegar Dysthomeia(hvernig sem það er skrifað) byrjuðu og fannst það helvíti töff, já einmitt svona silencer áhrif hjá söngvaranum og fannst líka skrýtið hvað hann lá mikið á gólfinu. Fannst sviðsframkoman geggjuð hjá Carpe Noctem, ég sá aldrei alveg hverju hann hélt á, fannst þetta vera hafnarboltakylfa umlukinn gaddavír og einhverju blóði, í fyrstu var ég hræddur að hann yrði það grófur að enda með því að fleygja henni inní salinn en betur fer hafði ég rangt fyrir mér… Er sammála að þeir áttu kvöldið.
Fannst Atrum alveg ágætir, fannst náttúrulega geðveikt þegar þeir tóku ,,secular“ og ,, I am the black Wizard”. Líka mjög ánægður hvað Emperor lagið heppnaðist vel hjá þeim. Hvað hin lögin þeirra kom ég mér ekki alveg nóg inní en um leið og diskurinn þeirra kemur út, næli ég mér auðvitað í hann..