Mig langaði að gera þennan kork til að vekja smá athygli á hljómsveitinni Universal Tragedy, sem er alveg bullandi spes hljómsveit miðað við hina íslensku metalsenu. Melódeath eins og það gerist best, thrash metal áhrif og svo greinileg áhrif frá böndum eins og Death, Iron Maiden og mér finnst ég alltaf heyra smá oldschool In Flames í þessu, þó þeir neiti því í sífellu. Svo finnst mér tussunett að þeir skelli þungum growlum yfir þessar skemmtilegu og jafnframt þungu melódíur. Ótrúlega efnilegt band hér á ferð.

Ég hef með Gone Postal spilað með þeim tvisvar, og þeir eru drulluhressir, þéttir og góðir á sviði og næst þegar þeir spila mæli ég með því að kíkja. Það er hægt að heyra upptöku af laginu þeirra Pit of Despair á www.myspace.com/carlsberg666 (var “universaltragedy” tekið?).
Ágæt upptaka, svoldið óklárað mixi en drullutöff lag…og drullist svo til að punga út úr ykkur öðru lagi á þessa síðu ykkar!