Þetta voru hreint út sagt frábærir tónleikar, mjög ánægður með alla þarna, og ég vil þakka mætinguna, rosaleg alveg.
Universal Tragedy finnst mér vera með efnilegustu böndum sem ísland hefur gotið frá sér, þeir combina thrash metal og melo-death með death metal vocals ótrúlega vel að mínu mati. Gaman að sjá svona á Íslandi og ég vona það innilega að þetta band fari að gera eitthvað stærra en það sem þeir eru búnir að gera uppá síðkastið því þeir eru tussuefnilegir og hæfileikaríkir pungar.
Blood Feud, frábærir drengir, góðir hljóðfæraleikarar, öflugir og skemmtilegir á sviði, og þarna fannst mér þeir algjörlega standa undir nafni.
Ég var rosalega sáttur við okkur í Gone Postal, fengum þarna bassaleikara fyrr um daginn sem nelgdi lögin okkar svona vel og hann fær feit props fyrir það og ég bíð spenntur eftir að geta unnið með honum meira. Get ekki verið annað en sáttur við okkur þarna.
Atrum eru andskoti kröftugir, skemmtilegt blackened death metal og gaman að sjá þá á sviði. Ánægður með þá og vil nota tækifærið til að þakka Sigga fyrir að plana þetta kvöld.
Því miður missti ég af Diabolus, en mun bæta þeim það upp við fyrsta tækifæri því þeir pungar eru einstakir á sviði.
Takk innilega fyri