Fyrir þá sem misstu af live webcastinu þann 25. ágúst síðastliðinn þá ætlar YeboTV að endursýna tónleikana þrisvar á morgun, þriðjudaginn 2. október. Ef útreikningar mínir eru réttir þá hefjast webcöstin kl. 11:00, 20:00 og að lokum 3:00 aðfararnótt miðvikudags að íslenskum tíma. Um er að ræða Slayer tónleika frá San Diego Sports Arena og ef ég man rétt þá er það metalcore hljómsveitin Bleeding Through sem hitar upp (finnst hún er ekkert svakalega spennandi, en jæja.)

Það þarf að skrá sig á YeboTV til að fylgjast með þessu sem er minnsta mál, enda ókeypis.

Bætt við 1. október 2007 - 16:55
Nánari upplýsingar: http://www.yebotv.com/slayer