Vissi nú ekki alveg hvar ég ætti að setja þetta en mér hefur lengi langað að æfa trommur og er að pæla að láta það gerast núna.
En ég vill ekki vera hjá tónlistarkennara þarsem ég hef verið hjá kennara (nema bara á gítar) og hann tjahh, seigjum að ég hafi bara lært að lesa nótur.
Allavega þarsem ég er frekar metal oriented drengur þá langar mér að læra þannig trommutakt. Vitiði um einhvern sem gæti kennt það sem ég er að tala um, jafnvel þið sjálf/ir.
Hef enga reynslu á trommur hef trommað bara eitthvað útí loftið þegar ég kemst í trommur.
Er með bílpróf þannig skiptir litlu hvar þetta er.
Bætt við 26. september 2007 - 21:33
Heh, er btw ekki að tala um að fara í double strax, lærir nátturulega undirstöðuna fyrst en ég vill læra “Á” músikina ekki lesa eitthvað eftir blaði eins og ég gerði með gítarinn