Sæl á nýjan leik. Það var búið að gera annan kort um þetta áður en þessu felur í sér frekari upplýsingar sem og staðfestingar á hljómsveitum.
Veislan er 11. sept í Hellinum TÞM, tvö svið, action allan tíman..
Prógrammið verður fjölbreytt og krefjandi og til þess gert að fólk upplifi eitthvað nýtt sem það myndi venjulega ekki tékka á í umhverfi sem þessu. Það er eitt að hlusta á tónlist á netinu en hún er öðruvísi á tónleikum og tónleikar þess eðlis að allt getur gerst.
Fyrst ber að nefna BLACKLISTED (USA). Eitt ástsælasta bandið frá Deathwish Inc. og klárlega það ötulasta við spilamennsku. Grjóthart og beat heavy hardcore með miklu thud'is og nærveru. Svitablettirnir eru nú þegar komnir í Hellinn og hljómsveitin ekki komin í flugvélina.
Kynna hér sérstaklega þröngskífuna Peace on Earth War on Stage.
DIABOLUS, eitt af duglegustu og hraðast rísandi ungu death metal böndunum á íslandi í dag. Gera sér dælt við eldri element en eru langt í frá í einhverjum tímavélapælingum enda hefur þungi þeirra og áræðni mikið modern feel án þess að maður efist um í eina sekúndu að hér sé eitthvað annað en gallhart dauðarokk á ferðinni.
KIMONO Eitt allra virtasta hljómsveit íslands enda ekki nema von. Post rokk pælingar sem ná mikilli dýpt en að sama skapi afar kreatívum hæðum. Artic Death Ship er myrkt og angurvært meistaraverk sem er stútfullt af svæsnum útsendningum, dáleiðandi melódíum og frábærum gítarleik. Kimono á góðu kvöldi er nánast trúarleg upplifun.
SKÍTUR Ungt band úr Garðabænum sem tók keflið úr höndum KLINK og early Mínus og settu það í blandara með Superjoint Ritual og úr verður blýþungur, ofbeldisfullur og stórvarasamur brútal kokteill
frekari upplýsingar um aðrar hljómsveitir SKÖLLFEST II von bráða