Já, það þarf nú varla að tala um íslensku böndin, þetta eru bönd sem hafa alltaf staðið fyrir sínu, með frábæra sviðsframkomu..
Loch Vostok voru mjög góðir, hressir náungar líka. Flott samspil milli clean og öskursins, sérstaklega í fyrsta laginu bæði kvöldin og svo Jonestown Massacre. Ég hafði heyrt tónlistarmenn semja texta um Jonestown áður, hélt í fyrstu að þetta væri eitthvað kaffihús en síðan er þetta örugglega mesta, hvað segir maður, var einhver kirkja sem stóð fyrir einhverjum svaka fjöldasjálfsmorðum í þessu litla bæ sem hét Jonestown, kemur mér á óvart að ekki fleiri Death Metal hljómsveitir hafi samið um þetta mál, kynnti mér þetta eftir að hafa hlustað á lagið með Loch Vostok.
Rotting Christ komu mér svakalega á óvart, þar sem í fyrstu fílaði ég þá ekkert svakalega, átti meira segja diskinn einu sinni Genesis, sem ég fékk einmitt í jólagjöf frá pabba, haha..Eina lagið sem ég fílaði á honum var einmitt þarna In Domine sathanas en var ekkert að fíla hitt efnið svo ég seldi hann. En eftir tónleikana, veit ég ekki nema ég hafi bara byrjað að fíla þá í tætlur, allavega voru þeir rosalega góðir live, samt hefur nú crowdið alveg oft verið betra, verður maður að segja. Sá að söngvarinn var þarna alltaf að reyna hífa stemminguna upp..
Já, þannig ég þakka þér og þeim sem voru með þér í að fá þetta band hingað fyrir, þetta voru rosalega góðir tónleikar!