Ég hef ekki tekið prófið. En prófið kostar sirka 100 þúsund kall með öllu. Þá meina ég alla tímana (og geri ráð fyrir því að maður þurfir að taka þessa standard 10 tíma), bóklega dótið, prófið sjálft og passamyndatöku og bara allt dótið.
Gæti verið að það taki um 100 þúsund ef þú ert að tala um æfingarprófið líka. Þeas. ökuskóli 1, ökuskóli 2, 4 ökutímar + 6 ökutímar, bókin, bóklega prófið, verklega prófið og eitthvað.
“Djöfull hlýtur þú að vera lélegur að keyra.”
Þetta var aðallega spaug þar sem að sumir sem eru ekki góðir að keyra taka fleiri ökutíma áður en ökukennarinn hleypir þeim í prófið.
Hahahah. Er Krissi búinn að segja þér allt um mig eða þekki ég þig? Þá er ég ekki aðeins að tala um bílprófið.
Ég veit eiginlega ekki hvernig ég á að svara þér af viti vegna þess að ég kann ekki alveg að útskýra muninn á því sem ég er að hugsa nema bara að það er munur á því að vera lélegur að keyra og að vera óskynsamur.
tíminn hjá aðalökuskólanum kostar 6500kr. ég fékk afslátt, og borgaði 5000kr. fyrir tíma tók 12 tíma =60.000kr + 13.500 fyrir ökuskóla 1 + 10.500 fyrir ökuskóla 2 + 2100kr fyrir bóklega (ef maður gerir ráð fyrir að maður nær í fyrstu tilraun)+ 5100kr. fyrir verklega (geri aftur ráð fyrir fyrstu tilraun)
samtals - 91.200 (geri ráð fyrir sirka 10.000kr. skekkjumörkum)
í aðalökuskólanum er hæsta hlutfall á íslandi nemanda sem ná bóklega í fyrstu, það er þó ekki nema 60% af þeim sem taka prófin.
og þegar maður er nemi, og maður reykir. er önnur ýmis önnur útgjöld sem maður þarf að sinna. svo þessi fullyrðing um að 182.000kr séu meðallaun laun hjá 16 ára einstakling er hreint kjaftæði. nema þú sért að vinna í einhverri ótrúlega vel launaðarri vinnu.
"Bílpróf kostar varla hálf mánaðar laun að meðaltali hjá 16 ára krökkum."
Varla stendur fyrir það að mér fannst það ólíklegt, en það var líka áður en ég var búinn að fara í gegnum allt saman aftur, eins og þú varst að gera með þínu svari hér.
16 ára er ekki beint rétti aldurinn til að segja, kannski frekar 18 og eldri.
Ég er á 18 ári og er að fá í vasann í kringum 140-180 á mánuði. Fer aðallega eftir því hversu marga yfirvinnu tíma ég vinn, en ég get ráðið því að mestu leyti.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..