Einhverjir búnir að kynna sér þetta band?
Einhver pólverji benti mér á þetta band, sagði að þetta væri betra en Watain blablabla.. Þannig ég ákvað að kynna mér bara þetta band. Erfitt að finna góð black metal bönd í dag, endalaust af black metal í dag.
Eins manns verkefnið Basilisk stofnaði Vintyr árið 2001 og gaf hann út 2 demo, eina breiðskífu og eina best of plötu sem er samansafn af báðum demounum minnir mig. Bandið kemur frá Bretlandi en þeir eru kannski ekki þektasta landið til að hafa black metal bönd, þrátt fyrir að mörg góð bönd séu þaðan.
Platan ,,A Joyless March Through The Cold Lands" kom mér virkilega á óvart. Varð að vísu að renna nokkrum sinnum í gegnum plötuna, enda frekar grófar upptökur og erfitt kannski að heyra hvað er í gangi í fyrstu.
Flottar melódíur og skerandi söngur býr til flott atmo og mikinn kraft.
Þétt og flott plata, er það eina sem ég get sagt.
Þarsem ég er enginn penni að viti þá ætla ég bara að setja plötuna hingað inn og þið getið dæmt þetta sjálf.
Platan:
http://rapidshare.com/files/50826877/2004._A_Joyless_March_Through_The_Cold_Lands_-__HighVBR_.rar.html