Smá lesson fyrir ykkur sem viljið þrasa um þetta út í rauðan dauðann. Fyrst af öllu, þið hafið ekki hugmynd hvað orðið folk merkir og sérstaklega ekki þegar það tengist tónlist. Folk Rock varð til um miðjan sjötta áratug síðustu aldar þó folk músíkk hafi verið til frá örófi alda því þetta er jú þjóðlagatónlist.
Til eru ótal form þjóðlagatónlistar og ekkert sem takmarkar þetta listform. Þjóðlagaþungarokk, eins og þið viljið stanslaust tönnslast á um hér á Huga er ekki bundið við að hljóðfæri eins og fiðlur, harmonikkur og mandólín séu til staðar í tónlistinni heldur er nóg að sveitin flytji t.d. lög sem tengjast landi og þjóð á einhvern hátt, sbr. texta eða laglínur. Því flutti Sveinbjörn Beinteinsson, fyrrverandi allsherjargoði okkur þjóðlagatónlist þegar hann rímaði kvæði hér förðum. Sólstafir hafa sótt í texta sína tilvitnanir úr goðafræðinni sem er afar þjóðlegt fyrir okkur Skandinavíubúa. Listinn er endalaus.
Finntroll er þjóðlaga/dauðarokkssveit, þeir hafa einnig töluverð melódísk blackmetal áhrif í tónlist sinni að mínu mati en þegar allt kemur til alls þá spila þeir óumdeilanlega harðari þungarokk en Iron Maiden og Manowar, söngurinn er dauðarokk en melódíur, laglínur og áhrif í textasmíðum eru þjóðlegar. Ég skal hengja mig upp á það að þið sem þrætt hafa mest fyrir þessar skilgreiningar hafið ekki hundsvit á þjóðlagatónlist og þar með talið ekki á Humppa-þjóðlagastíl Finna sem Finntroll er undir áhrifum frá. Þangað til einhver ykkar kemur með rökstudda skilgreiningu á af hverju Finntroll telst ekki til dauðarokks, þá stend ég fastur á þessarri skoðun minni. Hlustið til dæmis á lagið “Slagbroder” af Ur Jordens Djup og segið mér að þetta sé ekki dauðarokk. Bolt Thrower hefðu getað átt þetta lag á einni af plötunum sínum.