Þeir voru svo mikil fífl að setja alla plötuna á myspace ið sitt nokkrum dögum fyrir útgáfuna og ég verð að segja að þeir eru búnir að tapa nu metal stílnum eftir að head (lead gítar) hætti.
See you on the other side og þessi nýja eru ekki heavy og ég endurtek ekki heavy.
Samt er ég ekki að segja að þessar plötur séu lélegar eða eitthvað, þetta eru flott lög, bara ekki lengur Korn eins og fólk sér það fyrir sér. Og svo var það ekki þeir sem sömdu lögin bara heldur fengu þeir The Matrix sem er gengi sem semur lög fyrir tónlistamenn sem geta það ekki sjálfir til að semja með sér.
Fyrsta platan, sem hét heldur ekkert var þykk, hörð og sýndi flotta metal hljómsveit á uppleið. Life is peachy var full af tilraunum og allskonar flottu stuffi og kom vel út. Þriðja platan, Follow the Leader, segja sumir að eigi að vera framhald fyrstu plötunnar því að hún byrjar á tólf lögum sem eru þögn í fimm sekúndur. hún er virkilega flott finnst mér að þeir vera komnir á rétta stefnu. Issues, sú fjórða, kemur mjög á óvart hún hefur nokkur lög sem kalla mætti týpísk Korn lög en inná milli eru bara einhver flipp lög sem eru öll stutt svona eins og intro en samt alveg góð. Næst er Untouchables, sem mér finnst sennilega besta platan. Geggjað sánd og flott lög en samt einhvern veginn öll eins og ekki eins. kann ekki að útskýra þið fattið bara ef þið hlustið á hana. Svo kom take a look in the Mirror. Mér fannst hún mjög góð á sínum tíma en hún endist bara ekkert í eyrum. svo hætti head og þeir gerðu greatest hits vol. 1. Titillinn fanst mér sýna að þeir ætluðu einhvern veginn að byrja upp á nýtt og gera svo vol 2 seinna. Og mér sýnist það vera að gerast, komnar tvær nýjar plötur og örugglega meira en eftir Greatest hits vol 1 finnst mér korn vera bara önnur hljómsveit. Veit ekki hvað ég á að kalla stílinn. En ég er ekki að segja að nýja efnið sé lélegt bara ekki Korn.
kv Dagur
Bætt við 2. ágúst 2007 - 07:02
og ég gleymdi tveimur diskum sem eru svona ekki neitt, Live & Rare se mer bara svona nokkur live lög og 3-4 b-sides og svo var það Mtv Unplugged sem var drullu flott en bara svona sem maður hlustar á einu sinni.